Stjórn Samson eignarhaldsfélags ehf. hefur óskað eftir því við Héraðsdóm Reykjavíkur að félaginu verði veitt heimild til greiðslustöðvunar.

Gert er ráð fyrir að beiðnin verði tekin fyrir og afgreidd með heimild til greiðslustöðvunar í dag og aðstoðarmaður á greiðslustöðvunartíma skipaður.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar en félagið á 41,85% í Landsbankanum.

Samson er í eigu feðganna Björgólf Guðmundssonar og Björgólfur Thor Björgólfssonar.