Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt beiðni stjórnar Samson eignarhaldsfélags ehf. um að bú félagsins verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Samson er í eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Félagið fékk greiðslustöðvun 7. október síðastliðinn eftir að ríkið yfirtók rekstur Landsbankans. Eign Samsons í Landsbankanum var aðaleign félagsins.

Skiptastjóri var skipaður Helgi Birgisson, hrl.