Fasteignafélagið Samson Properties, sem er í eigu Björgólfsfeðga, ásamt Royal Bank of Scotland og finnska fjárfestingafélaginu Ajanta, hefur samþykkt að kaupa fasteignir í Finnlandi að virði 377,5 milljónir evra, eða um 34,5 milljarðar króna.

Seljandinn, fjárfestingafélagið CapMan, greindi frá kaupunum í gær og segir félagið söluhagnaðinn um 13,5 milljónir evra, sem samsvarar rúmlega 1,2 milljörðum króna.