Forsvarsmenn Hvalasafnsins á Húsavík og Whales of Iceland, skrifuðu í gær undir samstarfsamning sem felur í sér að aðilar hans munu kynna söfn og sýningu hvors annars. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vefsíðu Hvalasafnsins á Húsavíkur .

„Mikilvægasti hluti samstarfsins felst í afsláttarkjörum sem gilda gagnkvæmt fyrir viðskiptavini beggja samningsaðila frá og með árinu 2017.  Þannig mun aðgöngumiði inn á sýninguna í Reykjavík gilda sem 20% afsláttur inn á safnið á Húsavík og öfugt.  Nægilegt verður fyrir viðskiptavini að vísa fram aðgöngumiða frá öðrum hvorum aðilanum þessu til staðfestingar,“ segir í tilkynningunni.