*

laugardagur, 19. september 2020
Erlent 20. febrúar 2019 14:48

Samstarf Nissan og Renault í hættu

Deilur harðna um hver eigi að leiða stjórn japanska bílaframleiðandans og engin lausn í sjónmáli.

Ritstjórn
Fyrrum stjórnarformaður Nissan, hinn franski Carlos Goshn, áður en upp komst um fjársvik hans.
european pressphoto agency

20 ára samstarf Renault og Nissan er nú í hættu vegna deilna um hver eigi að vera formaður stjórnar japanska bílaframleiðandans. Ósamkomulagið á rætur sínar að rekja til þess þegar Carlos Ghosh, fyrrum stjórnarformaður Nissan og framkvæmdastjóri samstarfsverkefnisins, var handtekinn síðastliðinn nóvember og ákærður fyrir fjárdrátt. Financial Times greinir frá því að stærsti eigandi Renault, franska ríkið, hafi unnið að því að fá nýskipaðan stjórnarformann Renault, Jean-Dominique, til að gegna sömu stöðu hjá Nissan.

Heimildarmenn FT innan að innan raða Nissan segja hins vegar að japanska félagið hyggist mótmæla því að Nissan hafi sama stjórnarformann og Renault. Ástæðan fyrir afstöðu Nissan er sögð vera ótti við að endurskapa hlutverkið sem Ghosh gegndi í fyrirtækinu áður en hann var handtekinn. Slíkt fyrirkomulag í framkvæmdastjórn veiti einum manni of mikil völd.

Heimildir FT herma að í efstu lögum eigenda og stjórnar Renault sé mikil áhersla sé lögð á japanski bílaframleiðandinn samþykki ráðningu Jean-Dominique en hún myndi staðfesta skuldbindingu japanska félagsins gagnvart samstarfinu. Ekki sé í sjónmáli hvernig höggva megi á hnútinn og áhyggjur af framtíð samstarfsins fari hratt vaxandi. 

Stikkorð: Nissan Renault ghosh