Vefsíðufyrirtækið Allra Átta og WSI Netlausnir hafa gert með sér samstarfssamning sem tryggir viðskiptavinum Allra Átta markvissa og persónulega internetráðgjöf og auðveldar þeim að marka sér skýrari viðskiptasýn varðandi veflausnir sína, segir í tilkynningu.

Jón Trausti Snorrason framkvæmdastjóri Allra Átta segir það eitt af markmiðum fyrirtækisins að vera leiðandi á íslenskum internetmarkaði og telur samstarfið eiga eftir að margbæta hag sinna viðskiptavina.

?Það að hafa sérfróðan internetráðgjafa sem leiðir viðskiptavini okkar í gegnum markaðs- og viðskiptaþætti hverrar vefsíðu á eftir að verða þeim ómetanlegt og leiðir á endanum til margfalt betri nýtingar á veflausninni," segir Jón Trausti.

WSI Netlausnir er hluti af WSI, sem er eitt stærsta Internetráðgjafafyrirtæki í heimi, segir í tilkynngingunni, munu veita viðskiptavinum Allra Átta markvissa og persónulega internetráðgjöf sem er sérsniðin að rekstri þeirra.

Sérhæfður hópur Internetráðgjafa WSI Netlausna leiðir fyrirtækin í gegnum skýra verkferla þar sem rekstrarþörf viðskiptavinar, markmið þeirra og tækifæri á netinu eru metin og vefsíðan síðan hönnuð með það til hliðsjónar.

Að mati WSI Netlausna er verk aðeins hálfnað þegar vefsíðan er komin í loftið. Til að hún sé að fullnægja markmiðum sínum þarf að fylgja henni eftir þar sem aðstoð, ráðgjöf og skýrslur um árangur veflausnar er meðal grunnþátta.

Í upphafi er framkvæmd sérstök internetrekstrargreining, þar sem Internetráðgjafi WSI Netlausna spyr markvissra spurninga til að skilgreina og þekkja sérstöðu viðskiptavinar, markhóp, markmið internetlausnar ásamt markaðsleiðum hans á neti og utan þess.

Internetlausn viðskiptavinar er síðan sérhönnuð, með því að nota þjónustu eins og textaráðgjöf, markaðsráðgjöf, hámarksnýtingu leitarvéla, vefskráningu og aðstoð við internetmarkaðsherferð, sem ætlað er að lækka kostnað fyrirtækisins og auka hagnað þess.