© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Martech hefur hlotið verðlaunin „Samstarfsaðili ársins 2011“ hjá Microsoft Íslandi. Verðlaunin eru veitt þeim sem taldir eru hafa skarað fram úr í þróun og kynningu á Microsoft-tengdum lausnum síðasta ár. Fyrirtækið var heiðrað ásamt fleiri samstarfsaðilum Microsoft á heimsvísu, fyrir yfirburði í þróun og útfærslu á þjónustumiðuðum lausnum byggðum á tækni frá Microsoft.Verðlaun voru veitt í ýmsum flokkum og sigurvegarar valdir úr hópi fleiri en 3000 samstarfsaðila frá öllum heimshornum.

Maritech er sjálfstæður söluaðili Microsoft Dynamics NAV og er að auki Microsoft Gold Certified Partner og Samstarfsaðili ársins 2010. Maritech var stofnað árið 1995 og er einn stærsti söluaðili Microsoft Dynamics NAV á Íslandi. Maritech býður fjölbreyttar viðskiptalausnir fyrir alþjóðlegan markað. Hjá Maritech starfar metnaðarfullur hópur starfsfólks og fyrirtækið þjónustar um 500 viðskiptavini um allan heim.

„Það er mikill heiður að hljóta þessi verðlaun annað árið í röð. Ég trúi því að lykillinn að árangri og vexti Maritech sé sú mikla áhersla sem lögð hefur verið á lausnir fyrir sjávarútveginn, sveitarfélög og viðskiptagreind, en Maritech hefur lagt mikla vinnu í þróun á þessum sviðum.  Sterk markaðsstaða Maritech hvílir á því að við getum útvegað viðskiptavinum okkar samþætta þjónustu sem byggir á þeim afurðum Microsoft sem uppfylla allar kröfur þeirra,“ segir Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs Maritech, í fréttatilkynningu.