Framboðsfrestur til setu í stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands rann út kl. 17:00 í dag.  Ljóst er að núverandi stjórn er nánast sjálfkjörin að því breyttu að Gunnar M. Björgvinsson flugvélakaupandi frá Lictenstein gengur úr stjórninni. Inn í stjórnina fyrir hann kemur Pétur Guðmundarson lögfræðingur sem er þekktur af því að stýra aðalfundum félaga.

Eftirtaldir aðilar gefa kost á sér til setu í stjórn á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 30. júní næstkomandi: Sindri Sindrason fjárfestir, Pétur Guðmundarson lögmaður, Friðrik Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Straums Burðarás, Orri Hauksson, starfsmaður Novators og Tómas Ottó Hansson starfsmaður Novators.

Hf. Eimskipafélag Íslands birtir uppgjör sitt fyrir fyrstu sex mánuði rekstrarársins 2009 þann 30. júní, eftir lokun markaða.

Stærsti hluthafi Eimskipafélagsins er Grettir fjárfestingafélag sem er gjaldþrotaskiptum.