Startup Iceland og Arion banki hafa gert með sér samstarfssamning. Arion mun styðja við Startup Iceland ráðstefnuna fjárhagslega, en hún fer fram núna um helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Startup Iceland.

Á ráðstefnunni eru meðal annars kynnt þau 10 teymi sem valin hafa verið til þátttöku í Startup Reykjavík 2013. Yfir 200 umsóknir bárust í ár.

Bala Kamallakharan, fjárfestir og stofnandi Startup Iceland, lýsir í tilkynningunni yfir ánægju með samstarfið við Arion banka. „Við erum gríðarlega þakklát Arion banka fyrir stuðninginn. Það er afar ánægjulegt að að Startup Iceland sé vettvangur fyrir Startup Reykjavik til að kynna liðin til leiks. Viðskiptasmiðja á borð við Startup Reykjavik er sannarlega mikilvæg fyrir frumkvöðlaumhverfið á Íslandi og okkur þykir ánægjulegt að taka þátt í að koma því á framfæri.“