Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins er í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu. Hún telur að til að auka framleiðni á landinu verðum við að tryggja efnahagslegan stöðugleika til að unnt sé að byggja upp sjálfbæran hagvöxt til langs tíma.

Heldurðu að það sé meiri vilji til að gera það en áður?

„Eftir reynslu okkar síðustu ár þá hlýtur sá vilji að vera til staðar. „Við erum að stíga skref í rétta átt. Fjármál hins opinbera og peningastefnan eru í endurskoðun og aðilar vinnumarkaðar eru sammála um að til breytinga þurfi að koma.“ Þá bendir Ásdís á að okkur hætti oft til að líta til þensluáranna 2006 og 2007 og bera stöðuna í dag við þau ár. „Þetta eru einmitt árin sem við ættum að forðast að horfa til, það voru engar varanlegar efnahagslegur forsendur fyrir þeim kaupmætti sem byggðist upp á þeim tíma, ráðstöfunartekjur heimila byggðust á veikum grunni enda brotnuðu undirstöðurnar þegar á reyndi. Eðlilegra er að horfa til áranna 2002-2003 áður en allt fór úr böndunum hérna. Á þeim árum var hagkerfið í jafnvægi og undirstöðurnar traustari. Staðan í dag er ekki ósvipuð þeim árum. Það sem hugsanlega hefur nú áhrif er að í kjölfar hrunsins náðist jafnvægi á rekstri ríkisins að mestu leyti með skattaog gjaldahækkunum og slíkt kemur niður á ráðstöfunartekjum heimila. Mörg heimila finna því kannski ekki fyrir eins mikilli kaupmáttaraukningu vegna þessa. Þegar svigrúm skapast í ríkisrekstri þá er ekki síður mikilvægt að allar þær álögur sem lagðar hafa verið á heimili og fyrirtæki eftir hrun gangi til baka,“ segir Ásdís.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .