*

mánudagur, 1. mars 2021
Erlent 5. október 2018 13:05

Samsung býst við metafkomu

Aukinn eftirspurn eftir minniskubbum fyrir snjallsíma hefur bætt afkomu Samsung.

Ritstjórn
epa

Suður-kóreski raftækjarisinn Samsung gerir ráð fyrir því að rekstarhagnaður félagins á þriðja ársfjórðungi ársins muni nema um 17.500 milljörðum wona eða því sem nemur um 15,5 milljörðum dollara. Gangi afkomuspáin eftir mun rekstrarhagnaður verða 20,4% hærri en á sama tíma í fyrra.

Samkvæmt frétt BBC er afkomuspáin hærri en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir. Þá er gert ráð fyrir að sala muni nema 65.000 milljörðum kóreskra wona sem yrði 4,8% aukning frá sama tíma í fyrra 

Ástæða aukins rekstrarhagnaðar má fyrst og fremst rekja til aukninnar eftirspurnar eftir minniskubbum sem notaðir eru sem innra minni í snjalltæki. Samkvæmt Reuters má rekja 80% af rekstrarhagnaði fyrirtækisins til minniskubbana. 

Stikkorð: Samsung