Dómstóll í Suður-Kóreu, hefur dæmt Lee Jae-yong, erfingja tæknirisans Samsung, í fimm ára fangelsi vegna spillingar. Lee var dæmdur í mútumáli sem varð meðal annast til þess að Park Geun-hye ,fyrrum forsætisráðherra landsins þurfti að segja af sér.

Brot Lee, sem er í raun hæstráðandi innan Samsung, fólst í greiðslum upp á 36 milljónir dollara til góðgerðasamtaka sem stjórnað var af Choi Soon-sil. Choi þessi var náin vinkona fyrrverandi forsetans. Töldu saksóknarar í málinu að þarna hafi verið um að ræða pólitískar fyrirgreiðslur.

Greiðslurnar áttu að tryggja stuðning stjórnvalda í landinu við breytingar hjá Samsung. Áttu breytingarnar að styrkja stöðu Lee en frekar innan fyrirtækisins.