*

sunnudagur, 28. nóvember 2021
Erlent 17. febrúar 2017 08:32

Samsung erfinginn handtekinn

Lee Jae-Yong erfingi Samsung veldisins var handtekinn og í kjölfarið lækkaði gengi bréfa félagsins í kauphöllinni í Seoul.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Suður-kóreskir saksóknari hefur handtekið Lee Jae-Yong, erfingja Samsung veldisins, vegna spillingarmáls. Hann er sakaður um mútuþægni og tengist málið óeðlilegum samskiptum fyrirtækisins við nánasta ráðgjafa forsetans. Nýverið var forseti Suður-Kóreu, Park Geun-hye, ákærð fyrir embættisbrot vegna sama máls sem skoðið hefur S-kóreskt samfélag. Frá þessu greinir AFP fréttaveitan.

Lee er meðal annars sakaður um að hafa greitt ráðgjafa forsetans 40 milljónir dollara gegn því að löggjöf væri vinveitt raftækjarisanum í Suður-Kóreu. Í yfirlýsingu frá saksóknaranum kemur fram að það var talið nauðsynlegt að handataka Lee vegna nýrra sönnunargagna og nýrra ásakana í hans garð.

Í kjölfarið lækkaði gengi bréfa í kauphöllinni í Seoul. Gengi hlutabréfa Samsung Electronics lækkaði um 0,4 prósentustig og sömuleiðis lækkaði gengi dótturfélaganna Samsung C&T um 2% og Samsung Life Insurance um 1,4%.

Í tilkynningu frá Samsung segir að þau muni gera sitt besta í því að komast til botns á sannleikanum í þessu máli. Lee Jae-yong er varaformaður stjórnar Samsung, og sonur Lee Kun-hee stjórnarformanns Samsung.

Fyrirtækið hefur verið sakað um að veita góðgerðasamtökum sem rekin voru af Choi Soon-sil, sem er einhvers konar andlegur leiðtogi og góð vinkona forsetans, dágóðar summur í staðinn fyrir pólitíska greiða. Til að mynda þá er talið líklegt að framlögin hafi verið greidd til þess að ríkisstjórnin myndi samþykkja umdeildan samruna fyrirtækisins.

Stikkorð: Samsung spilling handtekinn erfingi mútuþægni