*

sunnudagur, 28. nóvember 2021
Erlent 5. febrúar 2018 10:25

Samsung-erfinginn laus úr fangelsi

Áfrýjunardómstóll í Suður-Kóreu komst í dag að þeirri niðurstöðu að Lee Jae-Yong, erfingi Samsung-veldisins, skyldi leystur úr fangelsi.

Ritstjórn
Lee Jae-Yong, erfingi Samsung veldisins
epa

Áfrýjunardómstóll í Suður-Kóreu komst í dag að þeirri niðurstöðu að Lee Jae-Yong, erfingi Samsung-veldisins, skyldi leystur úr fangelsi. Hann var handtekinn fyrir tæpu ári. Í dómnum var hins vegar staðfestur fangelsisdómur yfir Lee en refsingin skilorðsbundin, auk þess sem dómurinn var styttur úr fimm árum í tvö og hálft ár.

Í frétt á vef BBC greinir frá því að Lee var sakfdelldur umfangsmiklu spillingarmáli sem leiddi meðal annars til þess að Park Geun-Hye vék úr stóli forseta Suður-Kóreu. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu hyggst Lee áfrýja dómnum.