Samsung hyggst fjárfesta allt að 18,6 milljörðum dollara í heimalandi sínu Suður-Kóreu til þess að viðhalda markaðsforystu í framleiðslu á minniskortum og þróun á næstu kynslóð snjallsíma. Er talið að fjárfestingin muni skapa allt að 500 þúsund störf. Þetta kemur fram í frétt Reuters .

Fjárfestingin þykir sýna hversu mikla áherslu Samsung leggur á framleiðslu á minniskortum. Búsist er við því að Samsung sem er þriðja verðmætasta fyrirtæki í Asíu, muni skila methagnaði á þessu ári. Er talið að framleiðsla á minniskortum muni þar leika stórt hlutverk.

Ákvörðunin kemur í kjölfarið á ákalli forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in til stórfyrirtækja um að fjárfesta í heimalandinu til þess að skapa störf. Samsung hefur gefið það út að fyrirtækið muni skapa allt að 440 þúsund störf áður en árið 2021 verður á enda.