Hagnaður tæknirisans Samsung jókst um 50 prósentustig á fjórða ársfjórðungi ársins 2016 þrátt fyrir havaríið sem skapaðist í kringum Samsung Note 7 sprengisíma sem fyrirtækið framleiddi á árinu. Ekki stóð það til að símarnir springu, en vegna galla þá ofhitnuðu batterí símans, og stóðu þeir oft í ljósum logum.

Suður kóreska fyrirtækið hagnaðist um 7,2 milljarða dollara mánuðina september til desember. Fyrirtækið neyddist til að taka símann úr sölu að lokum. Brátt mun Samsung birta nákvæma greiningu á þeim tæknivandræðum sem ollu sprengingunum.

Samsung kemur til með að birta nánari upplýsingar um rekstrartímabilið seinna í janúar.