*

miðvikudagur, 11. desember 2019
Erlent 8. ágúst 2018 15:15

Samsung hyggur á 160 milljarða fjárfestingu

Tæknifyrirtækið Samsung hefur í farvatninu 160 milljarða dollara fjárfestingu í nýrri tækni á næstu þremur árum.

Ritstjórn
Boo-Keun Yoon, forstjóri Samsung.
epa

Tæknifyrirtækið Samsung hefur í farvatninu 160 milljarða dollara fjárfestingu í nýrri tækni á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í frétt Financial Times. Ástæðan fyrir fjárfestingunni er sú að tryggja hagnað í kjölfar mikillar samkeppni frá kínverskum keppinautum. 

Tilkynningin kom nokkrum dögum eftir að Samsung Electronics tilkynnti fyrsta samdrátt í fjárfestingu eftir að hafa skilað hagnaði sjö ársfjórðunga í röð. Samdrátturinn varð til þess að fjárfestar hafa nú töluverðar áhyggjur getu fyrirtækisins til að ná árangri til langs tíma litið.

Í dag afhjúpaði fyrirtækið áætlun sína um að forgangsraða fjárfestingum sínum í þágu gervigreindar, sjálfvirkra bifreiða og lyfjageirans. En fyrirtækið hyggst fjárfesta meira en 22 milljörðum bandaríkjadala í þessi svið. 

Þeir 138 milljarðar sem eftir eru munu fara í fjárfestingar sem munu koma til með að skapa allt að 40 þúsund störf í Suður-Kóreu. 

Stikkorð: Samsung Tækni