Hlutabréf í Asíu lækkuðu í dag í fyrsta skiptiÞetta með letrið er afturá móti  í þrjá daga. Lækkunin er rakin til þess að forseti Suður Kóreu, Roh MooHyun, hefur veit leyfi fyrir opinberri rannsókn á starfsemi Samsung Group, samkvæmt því sem segir á vef Bloomberg.

Rannsóknin á Samsung, sem er stærsta fyrirtæki í Suður Kóreu, beinist að hugsanlegum mútugreiðslum fyrirtækisins.

Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði um 1,55 í dag, CSI 300 í Kína lækkaði um 1,8%, KRX 100 í Suður Kóreu um 0,08% og S&P/ ASX 200 í Ástralíu um 0,6%.