Á síðasta fjórðungi liðins árs 2015 tókst snjallsímaframleiðandanum að auka svo vel um munaði við rekstrarhagnað sinn, eða um heil 15%. Þetta kemur fram í flöggun sem félagið sendi frá sér.

Samsung tókst þetta þrátt fyrir harða samkeppni við erki-keppinaut sinn Apple, sem og ódýrar kínverskar snjallsímaeftirlíkingar. Rekstrarhagnaður félagsins nam 5,1 milljarði bandaríkjadala, eða 650 milljörðum íslenskra króna.

Félagið gaf út nýjustu útgáfu snjallsímans Samsung Galaxy, en sá er nefndur S6. Sölur á símanum voru undir áætlunum forstöðumanna og greinenda, en einhverra hluta vegna tókst símanum ekki að vekja athygli neytenda líkt og áætlað hafði verið.

Þá hefur markaðsvirði félagsins fallið um sem nemur 8 milljarða bandaríkjadala á liðnu ári, eða rúmlega 1.040 milljarða íslenskra króna.