Suður-kóreski tækniframleiðandinn Samsung leiddi lestina í kapphlaupinu um mest selda farsímann á þriðja ársfjórðungi. Fyrirtækið seldi 88,4 milljónir farsíma og var með 35% hlutdeild í heildarsölu á farsímum á fjórðungnum. Í heildina seldist 251 farsími á tímabilinu sem er 45% aukning á milli ára, samkvæmt samantekt markaðrannsóknarfyrirtækisins Strategy Analytics . Á þriðja ársfjórðungi í fyrra voru 172,8 milljónir farsíma seldir. Sala á farsímum hefur aldrei verið jafn mikil og nú um stundir.

Sextíu prósent farsímanna voru snjallsímar.

Eftirspurn hefur aukist talsvert eftir farsímum sem styðja við fjórðu og þriðju kynslóð í gagnaflutningstækni í þróaðri ríkjum, samkvæmt upply´singum Strategy Analytics.

Bandaríska tæknifyrirtækið Apple er í öðru sæti yfir það fyrirtæki sem seldi flesta farsíma á þriðja ársfjórðungi með 13% hlutdeild á fjórðungnum. Á sama tíma í fyrra nam hluturinn 16%. Kínverski farsímaframleiðandinn Huawei var svo í þriðja sæti og LG í því fjórða.