*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 9. janúar 2017 11:42

Samsung oftast í efstu sætum

Sjónvörp frá Samsung oftast í efstu sætum í alþjóðlegri gæðakönnun frá ICRT yfir tæki að stærð 49" til 55".

Ritstjórn
epa

Nýlega kannaði Neytendablaðið úrval og verð sjónvarpstækja á markaði hér á landi.

Voru alls 223 mismunandi sjónvarpstæki til í þessum verslunum en ef þeim höfðu 110 verið gæðaprófuð af ICRT, sem er alþjóðlegur eftirlitsaðili.

Af þeim tækjum sem fá bestu einkunn í gæðakönnuninni fyrir sjónvarpstæki í stærðunum 49" til 55" þá raða sjónvörp frá Samsung sér í efstu sæti listanna. Eru sjónvörpin frá Samsung þau langalgengustu, eða 67 af 223 sjónvarpstækjum í efstu sætum listans.

Í könnuninni voru þættir eins og myndgæði, hljóðgæði, tengingar, snjalltækni, þægindi og orkunýtni skoðuð með mismiklu vægi.