Suður-kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung hagnaðist meira á símtækjum á 2. ársfjórðungi ársins heldur en helsti keppinauturinn, Apple. Frá þessu greinir Wall Street Journal.

Samsung hagnaðist um 5,2 milljónir Bandaríkjadala en Apple um 4,6 milljónir dala.

Samsung seldi 76 milljónir snjallsíma samanborið við 31,2 milljónir hjá Apple.

Markaðshlutdeild Samsung í sölu snjallsíma jókst frá sama tíma í fyrra, fór úr 31,1% í 33,1%.

Markaðshlutdeild Apple minnkaði hins vegar úr 13,6% í 16,6%.