Suður-kóreska tæknifyrirtækið Samsung hefur selt 10 milljónir eintaka af nýjasta farsíma fyrirtækisins. Tæpur mánuður er liðinn frá því síminn kom á markað. Enginn annar sími hefur runnið jafn hratt úr hillum verslana og Samsung Galaxy 4. Fram kemur í tilkynningu frá Samsung að miðað við tölurnar seljist að meðaltali fjórir Samsung Galaxy 4-símar á hverri sekúndu.

Til samanburðar liðu 50 dagar frá því forverinn Samsung Galaxy 3 kom í hillur verslana og þar hann rauf 10 milljóna eintaka múrinn.

Tölvutímaritið PC Magazine segir sölutölurnar sína að Samsung sé að komast með tærnar þar sem Apple hafi fram til þessa verið með hælana og telur til að á fyrsta ársfjórðungi hafi Apple selt 12,5 milljónir iPhone-síma að meðaltali á mánuði.