Raftækjaframleiðandinn Samsung hefur nú formlega tilkynnt að nú skuli skipta fyrirtækinu í tvær einingar. Þetta er gert til þess að auka hagnað fjárfesta. Þetta væru stærstu skipulagsbreytingar í sögu fyrirtækisins. Fyrirtækinu verður skipt í einingu þar sem eiginlegur rekstur fer fram og hins vegar einingu tengd eignarhaldi á fyrirtækinu.

Samsung fær hjálp utanaðkomandi ráðgjafa til þess að fara yfir rekstur fyrirtækisins. En Samsung hefur barist í bökkum. Hlutabréf Samsung, sem í heildina eru virði 224 milljarða dollara, héldust nokkurn veginn í stað eftir að tilkynnt var um breytinguna. Búist var við meiri hækkunum vegna breytinganna, en allt kom fyrir ekki.