*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Erlent 10. október 2016 13:11

Samsung stöðvar framleiðslu á Note 7

Þrátt fyrir innkallanir halda símar fyrirtækisins áfram að gefa frá sér reyk vegna rafhlaðna sem ofhitna.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Snjallsímaframleiðandinn Samsung hefur hætt tímabundið framleiðslu á Note 7 símanum vegna þess að enn berast fregnir af því að síminn eigi það á hættu að kvikni í honum.

Gerist það þrátt fyrir að síminn hafi verið innkallaður í september og að fyrirtækið hafi fullyrt við viðskiptavini að síminn væri orðinn öruggur eftir að rafhlöður sem ollu vandanum var skipt út.

Símafyrirtæki stöðvað sölu

Enn fremur hafa tvö símafyrirtæki í Bandaríkjunum hætt að selja símana. Bæði AT&T og T-Mobile hafa lýst því yfir.

Í yfirlýsingu í síðasta mánuði sagði Samsung að ofhitnun ætti sér stað vegna „fágæts“ framleiðslugalla sem gerði það að verkum að plús og mínusskautin á rafhlöðunum næðu að snertast.

Svefnherbergið fylltist af reyk

Í síðustu viku þurfti að yfirgefa flugvél í Bandaríkjunum eftir að nýr Note 7 sími sem skipt hafði verið um í kjölfar innköllunarinnar hefði byrjað að senda frá sér reyk. 

Í Kentucky í Bandaríkjunum vaknaði maður í reykfylltu svefnherbergi eftir að kviknaði í síma sem skipt hafði verið út.

Hent í skammarkrókinn við hliðina á Ford Pinto

Eric Schiffer, Sérfræðingur í vörumerkjum hjá Reputation Management Consultans segir að fyrirtækið ætti að grípa til aðgerða til að takmarka ímyndarskaðann.

„Ef framleiðsla á Note 7 símanum fær að halda áfram gæti það leit til mestu sjálfseyðingar á vöru í sögu nútímatækni,“ sagði hann. „Samsung þarf bara að afskrifa símann og kasta honum í skammarkrókinn við hliðina á Ford Pinto.“

Árið 1977 var Pinto bíllinn afskrifaður vegna öryggismála í stærstu afturköllun sögunnar hingað til.

Stikkorð: Samsung eldur innköllun rafhlöður reykur Note 7 Ford Pinto