Þrátt fyrir að hafa skilað methagnaði á síðasta ári varaði kóreski tæknirisinn Samsung við því í dag að búast mætti við minnkandi hagnaði af snjallsímasölu fyrirtækisins á þessu ári. Segir í frétt Financial Times að annars vegar sé um að kenna harðnandi verðsamkeppni og hins vegar minnkandi eftirspurn á þróuðum mörkuðum.

Samsung er veltumesta tæknifyrirtæki heims og jókst rekstarhagnaður fyrirtækisins um 88% milli ára. Velta jóst um 18% frá árinu 2011.

Í tilkynningu frá Samsung segir að búast megi við því að í ár muni hægja á hinum gríðarlega hraða vexti sem var í sölu snjallsíma um heim allan í fyrra. Jafnvel megi sjá merki um minnkandi eftirspurn strax á fyrsta fjórðungi þessa árs.