*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 29. maí 2013 08:35

Samþjöppun fasteignafélaga í kortunum

Fasteignafélög bankanna eru til sölu. Svo kann að fara að fasteignafélögum muni fækka og þau stækka.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Framundan er samanþjöppun á fasteignamarkaði og muni fasteignafélögum bæði fækka og þau stækka. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag sem bætir því við að fasteignafélögin SMI ehf., sem er að stærstum hluta í eigu Arion banka og Landsbankans, og Landfestar, dótturfélag Arion banka, hafi verið í söluferli. Blaðið segist hafa heimildir fyrir því að tilboð hafi borist í félögin en óvíst sé hvenær verði af sölu þeirra. 

Blaðið bendir á í tengslum við umfjöllun sína um hugsanlega sölu Landsbankans á 25% hlut sínum í fasteignafélaginu Reginn og fyrirhugaða skráningu Reita á markað að lífeyrissjóðir hafi m.a. sóst eftir að fjárfesta í stórum framtakssjóðum sem hafi fjárfest í atvinnuhúsnæði. 

Stikkorð: Reginn Reitir SMI ehf Landfestar