Samkeppniseftirlitið (SKE) gerir ekki athugasemdir við kaup Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) á Lykli fjár­mögn­un, að því er fram kemur í tilkynningu frá eftirlitinu til Kauphallar. Ákvörðunarorð SKE eru svo hljóðandi:

„Kaup Tryggingamiðstöðvarinnar hf. á Lykli fjármögnun hf. fela í sér samruna í skilningi samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitið telur ekki forsendur til þess að hafast frekar að í máli þessu.“

Þá er í tilkynningunni greint frá þvi að kaupin hafi verið samþykkt á hluthafafundi TM þann 13. nóvember sl.. Með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hefur tveimur af þremur fyrirvörum, sem kaupin á Lykli eru háð, verið aflétt.

TM festi kaup á Lykli fjármögnun þann 10. október síðastliðinn. Seljandi var fjárfestingarfélagið Klakkur ehf. og kaupverðið var 9,25 milljarðar króna.

Í tilkynningu TM m kaupin segir m.a. að með þeim sé verið að byggja undir nýja stoð í rekstri TM. „Kaup­in á Lykli eru í sam­ræmi við stefnu TM og eft­ir­leiðis mun starf­semi fé­lags­ins skipt­ast í þrjár jafn mik­il­væg­ar stoðir, vá­trygg­ing­ar, fjár­mögn­un og fjár­fest­ing­ar. Tæki­færi eru til að bæta arðsemi af grunn­rekstri Lyk­ils. TM áætl­ar að hægt verði að ná fram tölu­verðum samlegðaráhrifum, bæði í tekj­um og kostnaði, fjölga fjár­mögn­un­ar­kost­um og ná niður fjár­magns­kostnaði. Þá er stefnt að því að gera fjár­magns­skip­an hag­kvæm­ari.“