Evrópudómstóllinn hefur kveðið upp úrskurð í máli Seðlabanka Evrópu og samþykkt skuldabréfakaup bankans. BBC News greinir frá málinu.

Seðlabankinn kynnti áætlun sína um skuldabréfakaupin árið 2012 en stjórnlagadómstóll í Þýskalandi skaut málinu til Evrópudómstólsins í upphafi síðasta árs þar sem hann taldi kaupin ósamrýmanleg lögum Evrópusambandsins.

Taldi þýski dómstóllinn að áætlun Seðlabankans gengi lengra en peningastefna bankans leyfði og stofnaði auk þess til ábyrgðar af hálfu aðildarríkja sambandsins. Ætlun Seðlabankans er hins vegar að örva evrópskt efnahagslíf og hefur bankinn borið því að aðgerðirnar hafi verið nauðsynlegar til þess.

Evrópudómstóllinn hefur nú samþykkt áætlunina.