Tilboði Fögrusala ehf., dótturfélags, Thule Investments, í jörðina Fell við Jökulsárlón hefur verið tekið. Þetta kemur fram í frétt Mbl . Félagið bauð 1,52 milljarða í jörðina - sem var hæsta boð.

Haft er eftir Ólafi Björnssyni, lögmanni sem aðstoðaði sýslumann Suðurlands við öflun tilboða, að hluti landeigenda áskildi sér rétt á fundinum til að bera ákvörðun sýslumanns undir dómstóla. Málinu var því frestað til klukkan 12 á hádegi föstudaginn 11. nóvember.

Eins og Viðskiptablaðið hefur áður fjallað um þá bauð fjárfestingafélag í eigu Skúla G. Sigfússonar, 1.170 milljónir í jörðina Fell. Fell er á austurbakka Jökulsárlóns, þar sem að siglt er út á lónið.