*

þriðjudagur, 17. maí 2022
Innlent 7. október 2021 13:31

Samþykkja 10 milljarða endurkaup Arion

Arion hefur fengið heimild fyrir 10 milljarða króna kaupaum á eigin bréfum en bankinn lauk nýverið 8 milljarða endurkaupaáætlun.

Benedikt Gíslason, bankasjtóri Arion banka
Eyþór Árnason

Arion banki hyggst kaupa eigin bréf fyrir allt að 10 milljarða króna. Alls ætlar bankinn að kaupa allt að 54,5 milljónir hluti, bæði í bréfum skráðum á Íslandi ásamt heimildarskírteinum útgefnum í Svíþjóð. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitti Arion í dag heimild fyrir endurkaupunum, að því er kemur fram í tilkynningu bankans. Ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar verður tekin af stjórn Arion banka á næstunni.

Hlutabréfaverð Arion hefur hækkað nokkuð eftir að bankinn sendi frá sér tilkynninguna og sendur nú í 184 krónum, þegar fréttin er skrifuð.

Bankinn á í dag 111.509.630 eigin bréf og heimildarskírteini sem eru 6,72% af útgefnum hlutum í bankanum. Eftir fyrirhuguðu endurkaupin munu eigin hlutir bankans nema allt að 10% af útgefnum hlutum. Arion er heimilt að lækka hlutafé um 10% af útgefnum hlutum, til jöfnunar á eigin hlutum.

Sjá einnig: 70 milljarðar fari til hluthafa Arion

Arion tilkynnti á þriðjudaginn um að tæplega 8 milljarða króna endurkaupaáætlun sem hófst í lok júlí væri lokið. Bankinn keypti alls 46,5 milljónir hlutabréf skráð á Íslandi og 551 þúsund heimildarskírteini í Svíþjóð fyrir 7,93 milljarða króna.