Hluthafar TM samþykktu á hluthafafundi í gær að auka hlutafé félagsins um allt að þrjá milljarða króna til að fjármagna kaup félagsins á Lykli. Núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt á hinum nýju hlutum.

Kaupverðið á Lykli er 9,25 milljarðar króna auk hagnaðar Lykils á þessu ári. Kaupin eru háð samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins.

Þá var einnig samþykkt að breyta nafni félagsins formlega úr Tryggingamiðstöðinni í TM hf.