*

miðvikudagur, 28. október 2020
Erlent 22. september 2020 10:30

Hluthafar samþykkja björgunarpakka SAS

Hluthafar SAS hafa samþykkt björgunarpakka félagsins. Mikill niðurskurður er framundan hjá félaginu.

Ritstjórn
Rickard Gustafson, forstjóri SAS.
epa

Hluthafar SAS samþykktu áætlun félagsins um endurfjármögnun á hluthafafundi í dag. Skuldabréfaeigendur félagsins höfðu þegar samþykkt að breyta hluta skulda sinna í hlutafé.  

Endurfjármagnunaraðgerð SAS á að bæta eiginfjárstöðu félagsins um 14 milljaðra sænskra króna, jafnvirði um 220 milljarða íslenskra króna. Kröfuhafar höfnuðu upphaflegum björgunaráætlun félagsins svo gera þurfi breytingar á henni áður en hún var lögð fyrir kröfuhafa í ágúst. Þá munu núverendi hluthafar einnig leggja SAS til aukið hlutafé.

Stjórnvöld í Danmörku og Svíþjóð leggja til 11 milljarða sænskra króna til að bæta fjárhagsstöðu félagsins.

Markaðir félagsins hafa hrunið líkt og hjá öðrum flugfélögum. SAS hefur ráðist í umfangsmiklar niðurskurðaraðgerðir til að takast á við stöðuna en starfsfólki hefur verið fækkað um nærri helming. Auk þess hefur félagið frestað afhendingu nýrra Airbus flugvéla.

Stikkorð: SAS flug