*

miðvikudagur, 22. janúar 2020
Innlent 23. júlí 2019 11:30

Samþykkja kaup 1912 á Emmessís

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup 1912 ehf. á 56% hlut í Emmessís ehf.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup 1912 ehf. á 56% hlut í Emmessís ehf. Frá þessu er greint í ákvörðun á vef Samkeppniseftirlitsins.

Í apríl var greint frá því að Ísgarðar, félag í eigu Pálma Jónssonar, hafi keypt 90% hlut í Emmesís. En seldu meirihluta í félaginu stuttu síðar síðar til 1912.

Það er mat stofnunarinnar að samruninn leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist eða að samkeppni raskist með umtalsverðum hætti. 

Félagið 1912 er móðurfélag tveggja félaga. Félagið á 100% eignarhlut í Nathan og Olsen hf. og Ekrunni ehf.