Kaup hins óstofnaða félags AU4 ehf. á hlutafé í eignarhaldsfélögunum Bál ehf. og Solvent ehf., hafa verið samþykkt af Samkeppniseftirlitinu . Eignarhaldsfélögin halda utan um 52,08% eignarhlut í Greiðslumiðlun Íslands, sem aftur heldur utan um allan eignarhlutinn í innheimtufyrirtækinu Motus ehf.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í lok maímánuðar er það sjóður í stýringu Alfa framtaks sem stendur fyrir viðskiptunum, en það verður gert í gegnum félagið Umbreyting slhf., sem mun eiga alla eignarhluti í áðurnefndu óstofnuðu félagið AU4 ehf.

Þar með mun sjóðurinn eiga um 37% í Motus, en áfram munu stjórnendur Motus og Greiðslumiðlunar Íslands eiga í eignarhaldsfélögunum á móti sjóðnum.