Borgarráð hefur samþykkt kaupsamning við framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, RVK-studios, um kaup á fjórum fasteignum á Gufunesi fyrir rúmar 301 milljón undir kvikmyndaver, Þetta kemur fram á vef ruv.is.

Hluti af samningnum felur jafnframt í sér að RVK-studios greiðir tæpar tvær milljónir á ári vegna vilyrðis fyrir um 19.200 fermetra svæði austan bygginganna. Að sögn kaupenda er markmið framleiðslufyrirtækisins sé að byggja upp svokallað menningar-og kvikmyndaþorp á svæðinu.

Eignirnar tilheyrðu áður gömlu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og eru meðal annars birgðageymsla og hráefnisgeymsla - samtals 8.391 fermetri. Kaupverðið er 301 milljón og samkvæmt drögum að kaupsamningi, sem kynnt voru í borgarráði.