Hluthafafundur Íslenskra verðbréfa hf. samþykkti í dag kaup félagsins á Viðskiptahúsinu ehf. Félögin undirrituðu kaupsamning 7. desember sl. sem gerður var að loknum áreiðanleikakönnunum. Samningurinn er háður ýmsum venjubundnum fyrirvörum og skilyrðum eins og samþykki eftirlitsaðila og hluthafafundar Íslenskra verðbréfa. Gert er ráð fyrir að öll skilyrði kaupsamningsins verði uppfyllt á fyrsta ársfjórðungi nýs árs.

Kaupin ná til allra félaga innan samstæðu Viðskiptahússins sem sinna ráðgjöf og þjónustu, einkum í sjávarútvegi og tengdum greinum. Markmiðið er að samþætta rekstur félaganna og byggja upp öflugt og arðbært fjármálafyrirtæki í eignastýringu, fyrirtækjaráðgjöf og miðlun.