Fjármálaráðherrar myntbandalagsins munu að öllum líkindum samþykkja í dag, föstudag, 100 milljarða evra lán til Spánar svo hægt sé að endurfjármagna bankana. Fjárfestar eru enn áhyggjufullir vegna ástandsins á Spáni eins og áður hefur komið fram en lántökukostnaður heldur áfram að hækka.

Nýlegar tölur sýndu að spænsku bankarnir eiga lán upp á 155,84 milljarða evra sem vafi leikur á að verði greidd tilbaka en þessi tala hefur hækkað mikið og er 8,95% af öllum lánum spænsku bankanna.