Arion banki hefur fyrir sitt leyti samþykkt að Gift fjárfestingarfélag, sem stofnað var utan um eignir og skuldbindingar Samvinnutrygginga um mitt ár 2007, fari í gegnum nauðasamningsferli fremur gjaldþrotameðferð, að því er heimildir Viðskiptablaðsins herma. Bankinn er stærsti kröfuhafi félagsins.

Formlega á þó enn eftir að klára samþykkt nauðasamningsins. Í nauðasamningnum felst að nákvæm skoðun og rannsókn fari fram á öllum viðskiptum Giftar með tilliti til þess hvort  lögbrot hafi verið framin eða óeðlileg viðskipti yfir höfuð. Endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young annast þá vinnu.

Fjárhagsleg staða Giftar er vægast sagt slæm. Hún sveiflaðist að miklu leyti með markaðsvirði hlutabréfaeigna sem félagið átti, á árunum fyrir hrun. Um mitt ár 2007 var eigið fé Giftar um 30 milljarðar króna, eignirnar um 60 milljarða virði og skuldir upp á 30 milljarða.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun, fimmtudag. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Sviðstjóri Íbúðalánasjóðs með rúmar 29 milljónir í ráðgjafagreiðslur
  • Kyrrsetning eigna aðila tengdum Kaupþingi í Lúxemborg
  • Rannsókn verður gerð á falli sparisjóðanna
  • Refsiábyrgð fyrir bókhaldsbrot mjög skýr
  • Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans
  • Góð fjárhagsstaða hjá fimmtungi fyrirtækja samfleytt frá 2007
  • Seðlabankinn gekkst í ábyrgð fyrir íslensk greiðslufyrirtæki
  • Vaxandi áhugi á innfluttum vörum frá Kína
  • Viðtal við Ómar Svavarsson forstjóra Vodafone