Niðurstöður atkvæðagreiðslna viðsemjenda Félags atvinnurekenda lágu fyrir á hádegi í dag. Allir viðsemjendur samþykktu kjarasamningana sem gerir voru síðla janúar.

Af félagsmönnum VR og Landsambands Íslenskra verslunarmanna samþykktu 91,59% samninginn, en nei sögðu 7,79%. Félagsmenn Grafíu, stéttarfélagi í prent- og miðlunargreinum, samþykktu allir, en átta félagsmenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni.

Alls kusu 28 í atkvæðagreiðslunni hjá Rafiðnaðarsambandinu, já sögðu 92,86% og nei sögðu 7,14%.

Stjórn FA hafði þegar samþykkt samningana. Kjarasamningarnir eru því allir samþykktir og ber að greiða út laun samkvæmt þeim um komandi mánaðarmót.