Samkeppniseftirlitið hefur ákvarðað að stofnunin muni ekki aðhafast vegna samruna REA ehf, móðurfélags flugþjónustufyrirtækisins Airport Associates og Suðurflugs, sem einnig sinnir flugþjónustu, þó öfugt við fyrrnefnda félagið einkum öðru flugi en farþegaflugi til að mynda einkaflugi.

Stofnuninni var tilkynnt um samruna félaganna um miðjan janúar síðastliðinn en rannsókn hennar lauk ekki fyrr en 7. apríl síðastliðinn. Í millitíðinni óskuðu félögin eftir undanþágu fyrir að framkvæma samrunann strax vegna lélegrar fjárhagsstöðu Suðurflugs og var hún veitt 18. mars síðastliðinn.

Í ákvörðuninni nú kemur fram að í ljósi áhrifa yfirstandandi heilsuvár hafi reynst unnt að ganga frá rökstuðningi ákvörðunarinnar á þeim tíma, sem sé því birtur nú, nærri mánuði síðar.

Þar kemur fram að af gögnum málsins sé það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að við samruna félaganna verði hvorki til né styrkist markaðsráðandi staða, né að samkeppni verði raskað að öðru leiti.

„Af þeim sökum er það niðurstaða eftirlitsins að ekki séu forsendur til að aðhafast vegna þessa samruna.“

Viðskiptablaðið sagði frá því 14. mars síðastliðinn þegar flugbann Bandaríkjanna vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins tók gildi og í kjölfarið tók Evrópusambandið og Ísland svipaðar ákvarðanir og síðan þá hefur lítið sem ekkert flug verið til og frá landinu.