Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna  samruna KS sölu ehf., Esju Gæðafæðis ehf. og Gallerí Kjöts ehf. KS sala er dótturfélag í 100% eigu Kaupfélags Skagfirðinga.

Með kaupunum mun KS sala eignast alls hlutafé í Esju og Gallerí Kjöti. Esja starfar við kjötvinnslu og selur unnar vörur áfram til dagvöruverslana og stóreldhúsa á borð við veitingahús og mötuneyti á meðan Gallerí Kjöt heldur úti sérverslun með kjöt og tengdar vörur.

Samkeppniseftirlitið segir að sameiginleg markaðshlutdeild fyrirtækjanna sé ekki það há að það muni leiða til markaðsráðandi staða muni myndast á skilgreindum mörkuðum málsins. Ekkert í rannsókn málsins bendir til þess að samruninn mun leiða til röskunar á samkpenni á þann hátt að þörf er á íhlutun af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Samkeppnis taldi því ekki ástæðu til að aðhafast vegna samrunans og var hann því samþykktur af þeirra hálfu.