Fjármálaeftirlitið samþykkti í dag þann 14. mars 2016 samruna H.F. Verðbréfa hf. við Arctica Finance hf. Arctica Finance hf. mun þá taka við öllum réttindum og skyldum H.F. Verðbréfa hf. og verða félögin sameinuð undir nafni Arctica Finance hf.

H.F. Verðbréf er verðbréfafyrirtæki sem starfað hefur frá febrúar 2004. Fyrirtækið var stofnað 16. desember árið 2003 og sinnir aðallega fagfjárfestum á sviði verðbréfamiðlunar og fyrirtækjaráðgjafar og er aðili að Nasdaq Iceland kauphöllinni í Reykjavík. Félagið var sett á stofn af Halldóri Friðriki Þorsteinssyni í lok árs 2003 og fékk starfsleyfi til verðbréfamiðlunar í febrúar 2004.

Arctica Finance hf. var stofnað árið 2009 og er verðbréfafyrirtæki. Félagið byggir þjónustu sína á því að veita fagfjárfestum og öðrum fjársterkum aðilum þjónustu í gegnum þrjú svið, Eignastýringu, Fyrirtækjaráðgjöf og Markaðsviðskipti. Tveir stærstu hluthafar Arctica Finance eru Bjarni Þórður Bjarnason og Stefán Þór Bjarnason.