Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Gæðabaksturs ehf. og Brauðgerðar Kr. Jónssonar ehf. Meginstarfsemi beggja fyrirtækja felst í framleiðslu og heildsölu á ýmsum tegundum af brauðmeti og kökum. Starfsemi Brauðgerðarinnar fer fyrst og framst fram á Akureyri en starfsstöðvar Gæðabaksturs eru á höfuðborgarsvæðinu.

Gæðabakstur keypti allt hlutafé í Brauðgerðinni. Samkeppniseftirlitið mat það sem svo að samruninn myndi ekki hindra virka samkeppni á mörkuðum og muni ekki leiða til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu. Auk þess verða ekki  umtalsverðar raskanir á samkeppni á markaði.