*

laugardagur, 26. september 2020
Innlent 22. febrúar 2020 17:55

Samþykkja tilboð í Cintamani

Íslandsbanki hefur samþykkt kauptilboð í Cintamani en innifalið í kaupunum er allur lager verslunarinnar, lén og vörumerki.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Íslandsbanki hefur samþykkt kauptilboð í Cintamani en innifalið í kaupunum er allur lager verslunarinnar, lén og vörumerki. Þetta hefur mbl.is eftir Margréti Ásu Eðvarðsdóttur, umsjónarmanni sölunnar hjá Íslandsbanka. 

Í lok síðasta mánaðar var tilkynnt að Cintamani hefði endað í þroti eftir að endurskipulagning eigenda fór út um þúfur. Söluferli bankans hófst 3. febrúar. 

Þrátt fyrir að tilboði hafi verið tekið hefur kaupsamningur enn ekki verið undirritaður og því ekki tímabært að segja frá því hverjir það eru sem hyggjast taka verslunina yfir.

Stikkorð: Cintamani