Íslandsbanki samþykkti ekki tilboð MP banka sem gert var í allt hlutafé Íslenskra verðbréfa. Þetta herma heimildir Viðskiptablaðsins. Þegar Viðskiptablaðið leitaði svara hjá upplýsingafulltrúa Íslandsbanka fengust engin svör og telur bankinn ekki rétt að tjá sig um málið að svo stöddu. Tilkynnt var á miðvikudag um kaup MP banka á Íslenskum verðbréfum. Íslandsbanki heldur um 27,5% í ÍV og hefur verið með hlutinn í söluferli frá því í febrúar 2012.

Samþykki þarf frá eigendum tveimur þriðju hluta bréfa í ÍV fyrir yfirtöku MP. Því gæti farið svo að Íslandsbanki eignist hlut í MP banka við yfirtökuna. MP hefur þegar fengið samþykki um 70% hluthafa ÍV fyrir kaupunum. Málið er því nokkuð snúið fyrir Íslandsbanka, sem gæti með kaupum MP á ÍV eignast hlut í samkeppnisaðila á fjármálamarkaði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.