*

þriðjudagur, 2. júní 2020
Innlent 24. febrúar 2018 11:36

Samþykktu lista Samfylkingar í borginni

Listar Samfylkingarinnar í Reykjavík og Reykjanesbæ voru samþykktir í dag. Dagur borgarstjóri er efstur í Reykjavík.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík í vor var samþykktur samhljóða og með lófataki í dag, á fundi á Hótel Natura að því er segir í fréttatilkynningu. Sama gilti um framboðslista Samfylkingar og Óháðra í Reykjanesbæ, en þar er Friðjón Einarsson bæjarfulltrúi efstur.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík en hann varð efstur í flokksvali sem haldið var fyrr í mánuðinum. Í efstu fimm sætunum sitja borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, á eftir Degi koma Heiða Björg Hilmisdóttir, Skúli Helgason, Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson. Er sú röð í samræmi við niðurstöðu flokksvalsins.

Í næstu sætum þar fyrir neðan sitja Sabine Leskopf, varaborgarfulltrúi, Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi alþingiskona og Magnús Már Guðmundsson varaborgarfulltrúi. Í níunda sæti situr Ragna Sigurðardóttir, formaður Stúndentaráðs Háskóla Íslands og í tíunda sæti Ellen Jacqueline Calmon, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands.

Listinn er skipaður 20 körlum og 26 konum. Af öðrum frambjóðendum sem vekja athygli eru meðal annarra Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, sjónvarpskona og aktívisti, Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona, Berglind Eyjólfsdóttir, lögreglukona, Stefán Benediktsson og Ellert B. Schram, sem báðir eru fyrrverandi alþingismenn, Margrét Pálmadóttir, kórstjóri, og í heiðurssætinu situr Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri.

Hér má sjá listann í heild sinni, ásamt póstnúmeri og bæjarfélagi sem viðkomandi býr í ásamt fæðingarári:

 1. sæti Dagur B. Eggertsson læknir og borgarstjóri 101 Rvk 1972
 2. sæti Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi 104 Rvk 1973
 3. sæti Skúli Þór Helgason borgarfulltrúi 101 Rvk 1965
 4. sæti Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi 105 Rvk 1981
 5. sæti Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi 101 Rvk 1958
 6. sæti Sabine Leskopf túlkur og lögg skjalþýðandi 104 Rvk 1969
 7. sæti Guðrún Ögmundsdóttir tengiliður visth og fyrrv. Alþm 101 Rvk 1950
 8. sæti Magnús Már Guðmundsson borgarfulltrúi 108 Rvk 1982
 9. sæti Ragna Sigurðardóttir læknanemi - form stúdráðs 101 Rvk 1992
 10. sæti Ellen Jacqueline Calmon fyrrv formaður ÖBÍ 107 Rvk 1973
 11. sæti Aron Leví Beck Rúnarsson byggingafræðingur 104 Rvk 1989
 12. sæti Dóra Magnúsdóttir landfræðingur og fararstjóri 108 Rvk 1965
 13. sæti Sigríður Arndís Jóhannsdóttir verkefnastjóri 108 Rvk 1972
 14. sæti Þorkell Heiðarsson náttúrufræðingur 110 Rvk 1970
 15. sæti Berglind Eyjólfsdóttir lögreglukona 110 Rvk 1957
 16. sæti Sara Björg Sigurðardóttir stjórnmála- og stjórnsýslufr. 109 Rvk 1977
 17. sæti Ásmundur Jóhannsson verkfræðinemi 112 Rvk 1997
 18. sæti Margrét M. Norðdahl myndlistarkona 105 Rvk 1978
 19. sæti Teitur Atlason fulltrúi á Neytendastofu 107 Rvk 1969
 20. sæti Sigurveig Margrét Stefánsdóttir læknir 113 Rvk 1973
 21. sæti Guðjón Friðriksson sagnfræðingur 105 Rvk 1945
 22. sæti Sonja Björg Jóhannsdóttir gjaldkeri UJ 101 Rvk 1992
 23. sæti Ólafur Örn Ólafsson framreiðslumaður 105 Rvk 1969
 24. sæti Ída Thorlacius Finnbogadóttir mannfræðingur 104 Rvk 1990
 25. sæti Ari Guðni Hauksson nemi 107 Rvk 1994
 26. sæti Sigrún Skaftadóttir nemi og plötusnúður 101 Rvk 1988
 27. sæti Alexander Harðarson frístundaráðgjafi 113 Rvk 1985
 28. sæti Eldey Huld Jónsdóttir félagsráðgjafi og kennari 112 Rvk 1960
 29. sæti Ása Elín Helgadóttir nemi 108 Rvk 1998
 30. sæti Sigurður S. Svavarsson bókaútgefandi 108 Rvk 1954
 31. sæti Jana Thuy Helgadóttir túlkur 110 Rvk 1989
 32. sæti Kristján Ingi Kristjánsson lögreglumaður 101 Rvk 1964
 33. sæti Magnús Ragnarsson organisti í Langholtskirkju 104 Rvk 1975
 34. sæti Steinunn Ása Þorvaldsdóttir sjónvarpskona og aktívisti 109 Rvk 1983
 35. sæti Nikólína Hildur Sveinsdóttir ráðabruggari og nemi 107 Rvk 1991
 36. sæti Rúnar Geirmundsson framkvæmdastjóri 105 Rvk 1954
 37. sæti Sólveig Jónasdóttir upplýsingafulltrúi SFR 105 Rvk 1965
 38. sæti Stefán Benediktsson fyrrv. alþmaður 105 Rvk 1941
 39. sæti Sassa Eyþórsdóttir iðjuþjálfi 101 Rvk 1968
 40. sæti Þórarinn Snorri Sigurgeirsson formaður ungra jafnaðarm 111 Rvk 1987
 41. sæti Ellert B. Schram fyrrv. alþmaður 107 Rvk 1939
 42. sæti Margrét Pálmadóttir kórstjóri 107 Rvk 1956
 43. sæti Guðrún Ásmundsdóttir leikkona 107 Rvk 1935
 44. sæti Sigurður E. Guðmundsson fyrrverandi borgarfulltrúi 109 Rvk 1932
 45. sæti Adda Bára Sigfúsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi 105 Rvk 1926
 46. sæti Steinunn Valdís Óskarsdóttir fyrrv borgarstjóri 105 Rvk 1965

Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ 2018:

 1. Friðjón Einarsson, Bæjarfulltrúi
 2. Guðný Birna Guðmundsdóttir, Bæjarfulltrúi
 3. Styrmir Gauti Fjeldsted, B.Sc í Rekstrarverkfræði
 4. Eydís Hentze Pétursdóttir, Meistaranemi í heilbrigðisvísindum
 5. Guðrún Ösp Theodórsdóttir, Hjúkrunarfræðingur
 6. Sigurrós Antonsdóttir, Hársnyrtimeistari og sjálfstæður atvinnurekandi
 7. Jón Haukur Hafsteinsson, Forstöðumaður sérdeildar Háaleitisskóla
 8. Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Verkefnastjóri og nemi
 9. Elfa Hrund Guttormsdóttir, Félagsráðgjafi
 10. Valur Ármann Gunnarsson, Leigubifreiðastjóri
 11. Íris Ósk Ólafsdóttir, Rekstrahagfræðingur
 12. Sindri Stefánsson, Hjúkrunarfræðinemi
 13. Hulda Björk Stefánsdóttir, Leikskólastjóri
 14. Simon Cramer Larsen, Framhaldsskólakennari
 15. Hjörtur Magnús Guðbjartsson, Sérfræðingur
 16. Jurgita Milleriene, Grunnskólakennari
 17. Þórdís Elín Kristinsdóttir, Félagsráðgjafi
 18. Bjarni Stefánsson, Málarameistari
 19. Kristjana E. Guðlaugsdóttir, Viðskiptafræðingur
 20. Vilhjálmur Skarphéðinsson, Eldri borgari
 21. Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Eldri borgari
 22. Ingvar Hallgrímsson, Rafvirkjameistari