Framkvæmdastjórar Samtaka atvinnulífs á Norðurlöndum hvetja til þess að fríverslunarsamningur milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna verði undirritaður árið 2016 og taki gildi sem allra fyrst.

Könnun MMR hérlendis sýnir að Íslendingar eru í afgerandi meirihluta hlynntir því að fríverslunarsamningur verði gerður milli aðildarríkja ESB og Bandaríkjanna. Aðeins 7% aðspurðra sögðust samningnum mótfallin.

Gangi fríverslunarsamningur í gildi verður ti eitt gífurstórt markaðssvæði 850 milljóna manna heimsmarkaðar.

Samningurinn myndi auka við hagvöxt, skapa störf og hafa jákvæð áhrif á bæði neytendur og fyrirtæki, segir í grein framkvæmdastjóranna fimm.

Meðalstór og minni fyrirtæki munu hagnast sérstaklega og eru stjórnendur þeirra mjög jákvæðir fyrir samningnum.