Á árunum 2003-2005 var hlutur fyrirtækja um 17% af tekjum ríkissjóðs en samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs mun hlutfallið fara upp í 29%. Á sama tíma hefur hlutdeild virðisaukaskatts í tekjum ríkissjóðs lækkað úr 29,5% í 26% og skatttekjur frá einstaklingum úr 27% í 25%.

„Nauðsynlegt er að gæta frekara aðhalds í rekstri ríkissjóðs en það virðist takmarkað í fjárlagafrumvarpinu 2016. Þó eru jákvæð teikn í fjárlagafrumvarpinu sem ber að fagna. Niðurfelling tolla er sérstakt ánægjuefni, ríkissjóður er áfram rekinn með afgangi og hraðri niðurgreiðslu skulda er haldið áfram. Þá eru vísbendingar um að framkvæmd fjárlaga hafi gengið mun betur en áður m.v. útgjaldaáætlun 2015, en framúrkeyrsla úr fjárlögum hefur verið viðvarandi vandamál á Íslandi. Ríkisútgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu eru þó enn of há og ljóst að ríkið verður að hagræða til að ná betri tökum á rekstrinum,“ segir í tilkynningu SA .