„Við erum að byrja að safna hugmyndum. Þetta á að vera vettvangur fyrir þá sem vilja sjá það sem í gangi og varpa fram hugmyndum,“ segir Hörður Vilberg, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins, um vefsvæði sem fór í loftið í gær.

Vefsíðan heitir Uppfærum Ísland ( www.uppfaerumisland.is/ ) og er hún hugsuð sem vettvangur fyrir hvern þann sem vil leggja sitt af mörkum, benda á tækifærin og varpa fram hugmyndum um það hvernig hægt er að uppfæra landið. Tólf hugmyndir eru nú þegar komnar á síðuna.

Verkefnið var sett á laggirnar í aðdraganda aðalfundar Samtaka atvinnulífsins sem haldinn verður á miðvikudaginn í næstu viku. Uppfærum Ísland má jafnframt finna á samfélagsmiðlunum Facebook og Twitter.

Einfalt er að dreifa hugmyndum sínum á vefnum Uppfærum Ísland. Sá sem lumar á hugmyndum getur farið á síðuna, valið flokk að egiin valið, skrifað hugmyndina og birt hana strax á vefsíðunni.

„Það er auðvelt að finna vandamálin en erfiðara að finna það sem jákvætt er, vefsíðan á að auðvelda leitina,“ segir Hörður og bætir við að ætlunin sé að halda vefsíðunni lifandi eftir aðalfundinn og bæta efni við hana.

Uppfærum Ísland
Uppfærum Ísland